ÍA og landsliðsverkefni
31.03 2015Nú um páskana mun U19 landslið kvenna halda til Frakklands og keppa þar í milliriðli fyrir EM2015, en lokakeppnin fram fer í Ísrael 15.-27. júlí. Liðið leikur 3 leiki, gegn Frökkum 4. apríl, Rússum 6. apríl og Rúmeníu 9. apríl.
ÍA stelpurnar Aldís Ylfa Heimisdóttir og Aníta Sól Ágústsdóttir hafa verið valdar í hópinn sem tekur þátt á mótinu. Við erum stolt af stelpunum og treystum því að þær muni verða sjálfum sér og félaginu til sóma.
Stelpurnar verða ekki þær einu tengdar félaginu sem taka þátt í verkefninu. Tveir aðrir leikmenn í hópnum hafa tengsl við ÍA, Guðrún Karitas Sigurðardóttir er uppalin hjá ÍA en er nýlega farin til Stjörnunnar og Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður frá Stjörnunni hefur verið á láni þaðan síðan í upphafi ársins. Einnig verða Þórður Þórðarsson (þjálfari), Hjálmur Dór Hjálmsson (aðstoðarþjálfari) og Margrét Ákadóttir (liðsstjóri) með í för.
Meðfylgjandi mynd er tekin af Anítu og Aldísi rétt fyrir landsliðsæfingu sem hófst í Akraneshöllinni nú í dag, 31. mars, kl. 12:00. Æfingin stendur til kl. 13:30.