ÍA vann 1-0 sigur á KR

19.12 2016

Síðastliðinn laugardag, 17. desember, fengu stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna KR-inga í heimsókn. Það var mikil ánægja með að fá þann leik þar sem FH-ingar náðu ekki að manna lið til að mæta í leik helgina á undan.

 

ÍA vantaði reyndar markmann fyrir leikinn en fengu lánaðan markmann hjá KR. Einnig fékk Guðrún Karítas að taka þátt í leiknum með sínum gömlu félögum en hún er sem stendur í jólafríi hér heima á Skaganum.


Vörnin var þannig skipuð (frá hægri): Eva María, Aníta, Hulda og Sandra
Miðjan (frá hægri): Aldís, Maren, Bryndís og Heiðrún og fyrir framan þær var Guðrún Karítas
Fremst var svo Bergdís Fanney

 

Skagastúlkur áttu góðan leik í heildina séð og Helena þjálfari var ánægð að sjá að leikmenn fylgdu vel plani og voru einbeittir í því sem lagt var fyrir. Margar stelpur voru að prófa aðrar stöður en þær eru vanar að vera í og leystu það vel af hendi.

 

Leiknum lauk með 1-0 sigri Skagastúlkna sem eykur sjálfstraustið fyrir komandi verkefni, en meistaraflokkur kvenna hefur leik í Faxaflóamótinu 15. janúar næstkomandi. Liðið átti margar skemmtilegar sóknir og fengu góð tækifæri til að skora fleiri mörk, sem er eitthvað sem stelpurnar þurfa að nýta betur.

Til baka