ÍA vann sigur á HK í æfingaleik

13.04 2016

Meistaraflokkur karla spilaði í gærkvöldi æfingaleik við HK sem fram fór í Kórnum. Yngri leikmenn fengu tækifæri til að láta ljós sitt skína enda farið að styttast í Íslandsmótið. Leikurinn var ágætlega spilaður og fengu bæði lið ágæt marktækifæri auk þess sem töluverð barátta var í leiknum. Skagamenn leiddu 1-0 í hálfleik þar sem Stefán Teitur Þórðarson skoraði eftir góðan undirbúning frá Eggerti Kára Karlssyni.

 

Í seinni hálfleik komst íA svo í 2-0 eftir glæsilega sókn þar sem Þórður Þorsteinn Þórðarson átti frábæra fyrirgjöf í vítateig HK sem Steinar Þorsteinsson afgreiddi af öryggi. Undir lokin skoraði HK svo sárabótarmark en öruggur sigur okkar manna 2-1. 

 

Framundan eru fleiri æfingaleikir en Íslandsmótið hefst svo formlega sunnudaginn 1. maí þegar ÍA fer í heimsókn til Vestmannaeyja og mætir ÍBV.

Til baka