Iain Williamson til liðs við ÍA

15.05 2016

ÍA hefur tekið skotann Iain James Williamson á láni frá Víking Reykjavík.   Iain er leikreyndur 28 ára miðjumaður sem hefur spilað með Grindavík, Val og Víking hér á landi og skosku liðunum Dunfermline og Raith Rovers.     Arnar Már Guðjónsson miðjumaður ÍA meiddist í leiknum gegn Fjölni en auk hans hefur Hallur Flosason átt við meiðsli að stríða og það er ástæðan fyrir því að félagið gekk frá samningum við Víking um lán á Williamsson.  Iain verður góð viðbót í leikmannahóp ÍA og væntum við mikils af honum.

Meðfylgjandi mynd var tekin í dag af Iain og Gunnlaugi Jónssyni þjálfara eftir undirritun samingsins í dag.  Iain mætir á sína fyrstu æfingu með ÍA í dag og á að vera kominn með leikheimild með ÍA fyrir leikinn gegn Víkingi Ólafsvík á morgun.

Til baka