Jafntefli gegn Augnablik í gærkvöldi

10.07 2015

Stelpurnar mættu Augnablik í 1. deild kvenna í Fífunni í gærkvöldi. Um hörkuleik var að ræða en fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill þrátt fyrir nokkur góð færi. Góð barátta var í liðinu og spilamennskan með ágætum en það vantaði herslumuninn í vítateig andstæðinganna.  Staðan í hálfleik var því  markalaus.

Í seinni hálfleik stóðu okkar stelpur fyrir sínu og fengu ágæt færi en náðu ekki að skora sigurmarkið. Leikurinn endaði því með 0-0 jafntefli og þar fóru tvö góð stig forgörðum því HK/Víkingur er nú sjö stigum á undan okkur á toppi riðilsins. En það er alltaf möguleiki og við horfum bara bjartsýn fram á næsta leik sem er einmitt mikilvægur útileikur gegn HK/Víking á Víkingsvelli miðvikudaginn 22. júlí kl. 20.

Við hvetjum Skagamenn til að mæta og styðja stelpurnar okkar í þeim leik sem er algjör úrslitaleikur um hvort við náum að gera tilkall til efsta sætisins í riðlinum.

Til baka