Jafntefli gegn Fylki

08.06 2015

Skagamenn mættu Fylkismönnum í 7.umferð Pepsideildar karla á Norðurálsvellinum í gærkvöldi.  Eftir þrjá tapleiki í röð í deildinni voru okkar menn staðráðnir í að selja sig dýrt í leiknum og sú varð raunin.  Mikil barátta var í leiknum frá upphafi til enda, lítið um færi og 8 gul spjöld fóru á loft.  Þegar upp er staðið nokkuð sanngjarnt jafntefli sem kemur okkur út fallsæti og er ágætis veganesti fyrir næsta leik gegn KR þann 15.júní.

Liðsuppstilling og frekari umfjöllun er á fótbolti.net hér: http://fotbolti.net/game.php?action=view_article&id=1584

Til baka