Jafntefli gegn Fylki í kvöld

09.03 2016

Meistaraflokkur karla spilaði í kvöld æfingaleik við Fylki í Akraneshöllinni. Nokkrir lykilmenn voru hvíldir í leiknum og því fengu yngri leikmenn að láta ljós sitt skína. Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill og fá marktækifæri í honum. Töluverð stöðubarátta var í gangi og oft vantaði lítið upp á að góð færi sköpuðust. Fyrri hálfleikur var því markalaus.

 

Seinni hálfleikur byrjaði af meiri krafti og það skilaði sér snemma í hálfleiknum þegar Arnór Sigurðsson skoraði með góðu skoti af 20 metra færi eftir gott samspil í liði íA. Fylkismenn voru þó fljótir að komast í takt við leikinn og jöfnuðu leikinn skömmu síðar eftir góða skyndisókn. Skagamenn áttu nokkrar álitlar sóknir í seinni hálfleik en náðu ekki að nýta sér færin, þó oft vantaði bara herslumuninn. Leikurinn endaði því með jafntefli 1-1. 

Til baka