Jafntefli gegn Haukum

22.11 2016

Mfl.karla lék æfingaleik gegn Haukum síðastliðinn laugardag í Akraneshöll. Skagamenn stilltu aftur upp ungu liði og hófu leikinn ágætlega og voru nokkrum sinnum nálægt því að skora fyrsta mark leiksins. Næst því komst Þórður Þorsteinn en markvörður Hauka, Skagamaðurinn Trausti Sigurbjörnsson varði vel. Haukar tóku smám saman völdin á vellinum og leiddu sanngjarnt 0-1 í hálfleik.


Skagamenn gerðu þrjár breytingar í hálfleik og var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik. Skagamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og einungis fjórar mínútur voru liðnar þegar Ragnar Már Lárusson hafði jafnað metin með góðu marki eftir undirbúning Alexanders Más Þorlákssonar. Þrátt fyrir góðar tilraunir beggja liða urðu þetta lokatölur.

 

Lið ÍA:

Guðmundur S.

Hilmar H. - Hafþór P. - Jordan Farahani (Guðfinnur Þór 70.mín)- Aron Ingi

Þórður Þ. (Ragnar Már 45.mín) - Albert H (Hallur Flosa 45.mín) - Arnór S. - Kristófer Daði (Helgi J. 75.mín)

Steinar Þ. (Alexander Már 45.mín) - Bakir Anwar (Árni Þór 80.mín)

Til baka