Jafntefli gegn Keflavík í kvöld

03.07 2015

Stelpurnar mættu Keflavík í 1. deild kvenna á Nettóvellinum í kvöld. Um hörkuleik var að ræða en við byrjuðum illa því strax á 7. mínútu fékk Hulda Margrét Brynjarsdóttir beint rautt spjald eftir brot á leikmanni Keflavíkur. Keflavík skoraði svo strax í kjölfarið og byrjunin ekki góð hjá okkar stelpum. En þær gáfust ekki upp og átt nokkur góð færi uns Maren Leósdóttir skoraði rétt áður en flautað var til hálfleiks.

Í seinni hálfleik stóðu okkar stelpur fyrir sínu þrátt fyrir að vera manni færri og fengu ágæt færi en náðu ekki að skora sigurmarkið. Leikurinn endaði því með 1-1 jafntefli og þar fóru tvö góð stig forgörðum því með sigri hefðum við jafnað HK/Víking að stigum í riðlinum. En á móti má segja að stigið var ágæt niðurstaða í ljósi þess að vera manni færri nær allan leikinn. Við horfum bara bjartsýn fram á næsta leik sem er gegn Augnabliki í Fífunni í Kópavogi fimmtudaginn 9. júlí kl. 20 og hvetjum við Skagamenn til að mæta og styðja stelpurnar okkar í þeim leik. 

Til baka