Jafntefli hjá stelpunum gegn HK/Víkingi

13.06 2015

Stelpurnar mættu HK/Víkingi  í 1,deild kvenna á Norðurálsvellinum í dag.  Um hörkuleik var að ræða enda er reiknað með báðum liðum í toppbaráttu riðilsins í sumar.  Jafnræði var með liðunum framan af leik en fljótlega tóku Skagastelpur frumkvæðið og sóttu mikið en HK/Víkingur varðist vel.  Skagastelpur fengu góð færi í síðari hálfleik sem ekki nýttust og áttu klárlega að fá vítaspyrnu undir lok leiksins þegar Eyrún Eiðsdóttir var felld í  teignum en ekkert var dæmt.  Leikurinn endaði því með markalausu jafntefli og okkar stelpur ósáttar að ná ekki í 3 stig í dag.  Gengur betur næst, en næsti leikur er á útivelli 18. júní gegn Haukum.

Hulda Margrét Brynjarsdóttir var valin maður leiksins í dag og það var Marella Steinsdóttir sem afhenti henni gjafabréf í augasteinamyndatöku fyrir tvo ásamt innrömmun.

Nánar um liðsuppstillingu og leikinn á vef KSÍ hér: http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=375348

Til baka