Jafntefli hjá stelpunum í fyrsta grasleiknum

13.05 2015

Meistaraflokkur kvenna spilaði æfingaleik við Grindavík á útivelli þriðjudaginn 12. maí. Þetta var fyrsti leikur stelpnanna á grasi.
Liðið var þannig skipað:
Vilborg í markinu
Aníta Sól, Birta, Elínborg og Alexandra í vörn
Eyrún og Bryndís Rún djúpar á miðju
Unnur Ýr og Emilía á köntunum
Maren fremst á miðjunni
Heiður frammi
Stelpurnar byrjuðu ekki nógu vel og áttu erfitt með að taka boltann niður og spila honum á milli sín. Þegar leið á hálfleikinn gekk það þó betur og þær skoruðu mark, 1-0. Þá fékk Maren boltann inn í teig eftir langt innkast frá Anítu. Hún náði að snúa og koma boltanum fyrir á Emilíu sem setti boltann í netið.
Stuttu seinna náði Grindavík að jafna leikinn eftir röð mistaka í vörninni hjá Skagastelpum. Staðan var 1-1 í hálfleik.
Í seinni hálfleik voru Skagastelpur mun betri aðilinn og náðu góðum spilköflum og fengu flott færi sem hefðu mátt nýtast betur. Lokastaðan 1-1.
Í seinni hálfleik gerði Þórður þálfari nokkrar breytingar. Aldís Ylfa, Eva María, Björk, Unnur Elva, Hrafnhildur og Klara María komu inn á og fengu tækifæri til að spreyta sig.
Næsti leikur stelpnanna er bikarleikur gegn Fjölni á Fjölnisvelli þann 18. maí og hvetjum við alla til að mæta og styðja stelpurnar í þeirri baráttu.

Til baka