Jón Vilhelm ánægður með nýjan samning við Skagamenn

17.10 2014

"Ég er afskaplega ánægður með það að vera búinn að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við Skagamenn" sagði Jón Vilhelm Ákason. 

En hann skrifaði nýlega undir nýjan samning við ÍA ásamt þeim Arnari Má Guðjónssyni, Eggert Kára Karlssyni og Ólafi Val Valdimarssyni.  "Ég hef fulla trú á þessum hópi sem við erum með í dag og vona að þeir sem enn eru með lausa samninga verði áfram hjá okkur og með styrkingu á nokkrum leikmönnum ættum við að verða í góðum málum"

Jón Vilhelm var að sjálfsögðu ánægður með endurkomu Skagamanna í Pepsí deildina en það hefi ekki gerst átakalaust. "Fyrsta deildin var virkilega erfið og ekki mátti vanmeta nokkurt lið og við kynntumst því ef slíkt gerðist að þá fór ílla.. En við náðum að halda dampi og tókst ætlunarverkið, sem var bara frábært."

Til baka