Katrín María valin í U-17 kvenna

07.02 2017

"Jörundur Áki, landsliðsþjálfari U-17 landsliðs Íslands hefur valið hópinn sem tekur þátt í undirbúningsmóti UEFA sem fram fer í Edinborg dagana 19. -25. febrúar. Katrín María Óskarsdóttir markvörður  ÍA hefur verið valinn í hópinn.

Liðið leikur þrjá leiki í mótinu. Sá fyrsti er gegn Króatíu, mánudaginn 20. febrúar. Annar leikur liðsins er gegn heimamönnum 22. febrúar og sá síðasti gegn Austurríki, föstudaginn 24. febrúar.

Við óskum Katrínu Maríu til hamingju og jafnframt góðs gengis í ferðinni.

Til baka