KFÍA semur við 4 efnilegar stelpur

08.12 2014

KFÍA hefur samið við 4 efnilega leikmenn, til viðbótar við þær 11 stelpur sem þegar hefur verið samið við fyrir komandi leiktímabil.  Þetta eru Skagastelpurnar Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir, Linda María Rögnvaldsdóttir og Heiður Heimisdóttir, en Heiður tekur fram skóna á ný eftir 2ja ára hlé.  Síðast en ekki síst er það Borgnesingurinn Unnur Elva Traustadóttir sem tekur strætóinn á Skagann nokkrum sinnum í viku til að stunda æfingar af kappi með ÍA.

Þórður Þórðarson þjálfari stúlknanna er ánægður með að félagið sé búið að ganga frá samningum við þessar 15 stelpur sem munu mynda leikmannahópinn fyrir næsta tímabil.  "Þetta er mikið af ungum og efnilegum stelpum sem eiga framtíðina fyrir sér og það verður spennandi að vinna með þeim í þeirri uppbyggingu á liðinu sem er framundan.   Hópurinn er nánast klár fyrir utan það að við erum að leita okkur að góðum markmanni með reynslu, fyrir komandi tímabil."

Við óskum stelpunum til hamingju með samninginn og vonumst til að þær standi sig vel næsta sumar.

Til baka