KFÍA auglýsir eftir þjálfara

21.08 2015

Knattspyrnufélag ÍA leitar eftir hæfum þjálfara í starf hjá félaginu. Um er að ræða þjálfun bæði í 7 manna bolta og 11 manna bolta.


Félagið hefur verið sigursælt í gegnum árin og er þekkt fyrir faglegt starf og að skila hæfum leikmönnum upp í meistaraflokka félagsins. Við leitum að þjálfara sem er tilbúinn að vinna samkvæmt stefnu félagsins sem miðar að því að vera í fremstu röð í knattspyrnu á Íslandi.


Ef þú hefur metnað, reynslu og áhuga á að starfa með ungum og efnilegum iðkendum hafðu þá samband með tölvupósti á netfangið jonthor@kfia.is

Til baka