Knattspyrna á Skaganum næstu vikuna

01.07 2016

Nú höfum við aðeins misst boltann í að segja frá leikjum hér á Skaganum upp á síðkastið, enda má segja að félagið sé í mikilli útrás um þessar mundir. Á sama tíma og Norðurálsmótið var voru stelpurnar okkar í 5. flokki kvenna að keppa á TM-mótinu í Vestmannaeyjum. Síðan þá heftur 6. flokkur karla (yngra ár) farið á Smábæjaleikana á Blönduósi og eldra árið á Orkumótið í Vestmannaeyjum. Þegar þetta er skrifað er 5. flokkur karla við keppni á N1 mótinu á Akureyri og 3. flokkur kvenna, ásamt eldra árinu í 4. flokki kvenna, er í æfingaferð á Spáni þar sem meðal annars var keppt á Barcelona Cup. Við fáum vonandi frekari fréttir af öllum þessum ferðum til að deila með ykkur. 

 

Það eru aðeins tveir leikir hér á Skaganum næstu vikuna:

Kári tekur á móti Dalvík/Reyni í Akraneshöllinni á laugardaginn kl. 14:00 og 4. flokkur A-lið kvenna tekur á móti Breiðabliki mánudaginn 4. júlí kl. 17:00.

 

Svo á reyndar 3. flokkur karla, ÍA/Snæfellsnes, heimaleiki gegn HK sem leiknir verða á Hellissandi 7. júlí kl. 18:00 og 19:45 - ef einhverjir verða á ferð um Snæfellsnesið gæti verið tilvalið að kíkja á þá.

 

Það þýðir samt ekki að hér sé ekki fullt af fótbolta. Æfingar yngri flokka hafa sinn vanagang hjá þeim flokkum sem ekki eru fjarverandi og Knattspyrnuskóli ÍA og Krónunnar er í fullum gangi. Núna í vikunni sem er að klárast var óvenjulega góð þátttaka hjá stelpunum sem gleður okkur mjög og við vildum gjarnan sjá þær enn fleiri. Enn eru 4 vikur sem hægt er að skrá sig í skólann, vika 3 er 4.-8. júlí, vika 4 er 11.-15. júlí, vika 5 er 18.-22. júlí og vika 6 er 8.-12. ágúst.

 

Það er líka rétt að benda foreldrum barna sem fædd eru 2010 á að þeim er velkomið að skrá sig í Knattspyrnuskólann og er það góð leið til þess að venja þau við fleiri æfingar innan vikunnar, en þau sem hafa verið að æfa með 8. flokki flytjast í haust upp í 7. flokk og fara þá úr 1 æfingu í viku upp í 3 æfingar í viku. 

 

Skráning stendur yfir hér: https://ia.felog.is/ best er ef sett er í athugasemd hvaða vika eða vikur það eru sem verið er að skrá í.

 

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr pylsupartýi síðustu viku.

Til baka