Knattspyrnuskóli ÍA
30.05 2014Knattspyrnuskóli ÍA verður starfræktur í sumar fyrir iðkendur í 4.-7. flokki. Skólinn verður frábrugðinn fyrri árum að því leyti að bæði kyn verða á sama tíma, boðið verður upp á ávaxtastund á hverjum degi og hver vika endar á fótboltamóti í anda Heimsmeistarakeppninnar sem haldin
verður í sumar. Allir iðkendur fá auk þess glaðning og grillveislu í lok vikunnar.
Lögð verður áhersla á að hafa fáa leikmenn á hvern þjálfara. Á hverjum degi verður mismunandi þema á æfingunum og hver æfing verður skipulögð með það að markmiði að iðkandinn eigi möguleika á að bæta sinn leik auk þess að hafa gaman á æfingunni. Tekið verður tillit til aldurs,
kyns og getu í hópaskiptingu í skólanum þannig að hver iðkandi fái verkefni við hæfi.
Skólastjóri Knattspyrnuskólans verður Hjálmur Dór Hjálmsson, þjálfari 5. fl karla og honum til aðstoðar verða margir af okkar efnilegustu leikmönnum og verðandi þjálfarar sem fá aukna ábyrgð og stærra hlutverk í starfi Knattspyrnuskólans í ár.
Knattspyrnuskólinn verður starfræktur eftirtaldar vikur:
10.-13. júní
23.-27. júní
30. júní-4. júlí
7.-11. júlí
14.-18. júlí
11.-15. ágúst
Kostnaður við námskeið er:
1 vika: 5.000 kr
2 vikur: 7.500 kr
3 vikur: 9.500 kr
4 vikur: 11.500 kr
5 vikur: 13.500 kr
6 vikur: 15.500 kr
Æfingatímar verða á: Mánudegi-föstudags frá kl. 13-15
Skráning fer fram með eftirfarandi hætti:
Tölvupóstur: kfia@kfia.is
Sími: 433-1109 eða á:
NÓRI: http://www.kfia.is/Um_KFIA/skraningidkanda/
Nánari upplýsingar veitir:
Hjálmur í gegnum netfangið: hjalmurdor@gmail.com
aða Rakel í gegnum netfangið: rakel@kfia.is