Knattspyrnuskóli ÍA og Krónunnar - spennandi vika framundan

07.08 2015

Knattspyrnuskóli ÍA er starfræktur í sumar fyrir iðkendur í 4.-7.flokki. Skólinn verður með svipuðu sniði og í fyrra. Bæði kyn verða á sama tíma, boðið verður uppá ávaxtastund á hverjum degi og hver vika endar á fótboltamóti. Allir iðkendur fá auk þess glaðning og grillveislu í lok vikunnar.
Í síðusu viku Knattspyrnuskólans koma góðir gestir. Gunnlaugur Jónsson þjálfari meistaraflokks karla mun líta við ásamt markaskoraranum Garðari Gunnlaugs.  Einnig munu leikmenn meistarafloks kvenna aðstoða við æfingar.  Á föstudeginum mun Pepsi-deildardómarinn Ívar Orri Kristjánsson koma og dæma á fótboltamótinu og halda uppi lögum og reglum.

Skráning fer fram í Nóra á https://ia.felog.is/ (Leid.beiningar fyrir Nóra: http://ia.is/Files/Skra_0053029.pdf). Tilgreina þarf í skýringu hvaða viku/vikur iðkandi ætlar að nýta sér. Einnig er hægt að ganga frá skráningu með tölvupósti á kfia@kfia.is eða í síma 433-1109. Allar nánari upplýsingar veita Skarhéðinn skarpim89@gmail.com og Jón Þór jonthor@kfia.is.

Til baka