KR kemur í heimsókn

17.04 2015

Meistaraflokkur kvenna tekur á móti KR í Lengjubikarnum í Akraneshöllinni í kvöld kl. 19:15. Þetta er þriðji leikur stelpnanna og eftir einn sigur og eitt tap eru þær í 4. sæti síns riðils en eiga leik til góða. Með sigri eiga þær möguleika á að færa sig upp um eitt til þrjú sæti, allt eftir markatölunni.  Það viðrar vel fyrir knattspyrnu, inni sem úti, og við viljum sjá sem felsta mæta í Höllina og hverja stelpurnar til dáða.

Til baka