Kvenna árgangur 1974+ mætir óttalaus til leiks

12.11 2014

Spennan fyrir komandi mót er gríðarleg en hvorki fleiri né færri en sex kvennalið eru skráð til leiks og ljóst að eftirvæntingin er mikil. Það var árgangur 1974+ sem sigraði kvennamegin í Árgangamóti ÍA á síðasta ári með glæsibrag. Fyrirliði núríkjandi meistara er Steindóra Steinsdóttir en hún er afar bjartsýn fyrir komandi mót.
Við settumst niður með Dódó nú í vikunni og lögðum fyrir hana nokkrar spurningar:

 


Hvernig er standið á ríkjandi meisturum frá síðasta ári. Hafa staðið yfir stífar æfingar fram að móti? “Standið á hópnum er fullkomið enda erum með sterkar stelpur í öllum stöðum. Þetta helst allt í hendur og eðli málsins samkvæmt höfum við ekki þurft að æfa neitt. Gæðin eru til staðar.”

 

Hver var lykillinn að sigri ykkar í mótinu sem fram fór fyrir ári síðan? “Ég myndi segja að lykillinn að öruggum sigri okkar hafi falist í knattspyrnulegri getu og vöntun á meiri samkeppni.”

 

Engu liði hefur tekist að vinna árgangamótið tvö ár í röð. Hvernig meturðu möguleika ykkar á fyrir komandi mót? “Nei það er rétt, við stefnum á að afreka það í ár.”

 

Hverjir eru helstu veikleikar og styrkleikar ykkar árgangs? “Helstu styrkleikar liðsins felast í því að við erum hver annarri betri, flottar, fertugar og á fimmtugsaldri. Veikleikarnir eru hinsvegar hvergi sjáanlegir”

 

Hvaða árgang hræðistu mest í komandi móti? “Við mætum óttalausar til leiks og hræðumst engan.”

 

Eitthvað að lokum? “Við hlökkum til að hitta allt flotta knattspyrnufólkið í Akraneshöllinni á laugardaginn;-) Áfram ÍA.” sagði hógvær Dódó, fyrirliði núríkjandi meistara 1974+ kvennamegin í Árgangamóti ÍA

Til baka