Landsleikir á Norðurálsvelli fim 25.júní, frítt inn og veitingar í boði

24.06 2015

Fimmtudaginn 25. júní fara fram 2 landsleikir á Norðurálsvellinum í úrslitakeppni EM hjá U17 kvenna.  Fyrri leikurinn er kl. 13 og þar mætast stórþjóðirnar Þýskaland og Spánn.  Í seinni leiknum kl. 19 mætast Ísland og England.  Frítt er á báða leikina.  Á báðum leikjum verður boðið uppá grillaðar pylsur og Svala á Aggapalli  fyrir alla áhorfendur.  Auk þess verður miðahappdrætti þar sem í vinning verða miðar á landsleiki A-landsliðs karla og kvenna í haust.  Við hvetjum sem flesta til að mæta og styðja stelpurnar í baráttunni í úrslitakeppninni.

Áfram Ísland

Til baka