Landsleikir gegn Þýskalandi

22.11 2016

U17 ára landslið karla lék tvo æfingaleiki gegn Þýskalandi Í Egilshöllinni 17. og 19. nóvember síðastliðinn. Skagamaðurinn Þór Llorens Þórðarson var valinn í hópinn og lék allan leikinn í báðum leikjunum. Þrátt fyrir töp í báðum leikjum stóð Þór sig með ágætum og ljóst að mikið efni er hér á ferðinni en þess má einnig geta að tæpri viku áður hafði Þór leikið sinn fyrsta leik með meistaraflokki karla ÍA. 

 

Báðum leikjunum lauk með sigri Þjóðverja, 7-2 og 1-0.

Til baka