Leikir á Akranesi í vikunni

19.08 2016

Í dag, föstudaginn 19. ágúst, tekur 5.  flokkur karla á móti Víkingi Reykjavík. A- og C- lið spila kl. 16:00 en B- og D- lið kl. 16:50. Liðin eru öll í 1.-3. sæti í sínum riðlum svo það er óhætt að segja að þau séu að standa sig vel á mótinu.

 

Klukkan 18:00 tekur svo 3. flokkur kvenna á móti liði Stjörnunnar/Skínanda. Okkar stelpur sóttu stig á útivelli til KA í síðustu umferð og mæta í leikinn tilbúnar í slaginn.

 

Sunnudaginn 21. ágúst tekur 2. flokkur kvenna á móti liði Fylkis/Hauka kl. 16:00.  Aðeins munar einu stigi á liðunum fyrir leikinn svo þar stefnir allt í hörkuslag.

 

Þriðjudaginn 23. ágúst  tekur 4. flokkur kvenna á móti Víkingi Reykjavík kl. 17:00.  Skagastúlkur unnu fyrri leikinn í júní með einu marki og nú er bara að vona að þær endurtaki leikinn.

 

Sama dag tekur 2.flokkur karla/Kári á móti FH. A-liðið leikur kl. 17:00 en B-liðið kl. 19:00.  Þetta eru mikilvægir leikir, sérstaklega hjá A-liðinu sem er í harðri baráttu á toppnum, m.a. við FH.

 

Áfram ÍA

Til baka