Leikir á Skaganum 15.-21. júlí
15.07 2016Næsti heimaleikur er í Pepsi-deild karla og að venju munum við fjalla um það í sér frétt. Önnur viðfangsefni eru ekki hér heima um helgina en annað er uppi á teningnum í næstu viku, þá verða leikir hér heima alla virka daga.
Á mánudaginn, 18. júlí, tekur 3. flokkur kvenna á móti Breiðablik/Augnablik kl. 18:00. Alveg eins og hjá meistaraflokksstelpunum núna á þriðjudaginn var, þá er þetta viðureign liðanna í efsta og neðsta sætinu.
Þriðjudaginn 19. júlí verður fyrsti leikur hér heima kl. 17:00 þegar 4. flokkur kvenna tekur á móti sameinuðu liði Fram/Aftureldingar/Skallagríms. Með sigri myndu Skagastelpur fara uppfyrir andstæðinga sína í deildinni. Kl. 18:00 sama dag tekur A-lið ÍA/Snæfellsness á móti Víkingum Reykjavík. Skagastrákar eru fyrir leikinn í 4. sæti en Víkingar sitja í toppsætinu. Strax á eftir, eða kl. 19:45 tekur B-liðið á móti B-liði Víkings. Þar má gera ráð fyrir jöfnum og spennandi leik enda um að ræða liðin í efstu tveimur sætum riðilsins.
Miðvikudaginn 20. júlí tekur A-lið 2. flokks ÍA/Kára á móti Stjörnunni/KFG kl. 18:00. Deildin þar er mjög jöfn og því væri tækifæri til þess að lyfta sér töluvert langt upp töfluna með hagstæðum úrslitum. B-liðin eigast svo við kl. 20:00.
Fimmtudaginn 21. júlí kl. 20:00 tekur 2. flokkur kvenna á móti sameinuðu liði Selfoss/Hamars/Ægis. Skagastelpur eru fyrir leikinn 3 stigum á eftir gestunum en með 2 leiki til góða.
Þó þeir leikir séu ekki hér heima þá er gaman að segja frá því að það eru ekki bara liðin í Íslandsmótinu sem hafa nóg að gera, ÍA á þessa helgina 7 lið úr 6. og 7. flokki kvenna á Símamótinu í Kópavogi. Hægt er að fylgjast með gengi þeirra hér: http://simamotid.is/#/