Leikir á Skaganum næstu viku

08.07 2016

Það er rólegt hér heimafyrir yfir helgina fyrir utan leik mfl.kvenna í kvöld, en það má lesa nánar um hann í annarri frétt.

 

Mánudaginn 11. júlí verður hins vegar alveg nóg um að vera. Þá tekur 5. flokkur kvenna á móti Selfossi í tveimur leikjum, A-lið kl. 16:00 og B-lið kl. 16:50.  Hjá A-liðum eru Skagastelpur um miðjan riðilinn og hafa unnið tvo síðustu leiki sína. Selfoss situr á botnininum án stiga og því má segja að þetta sé gott tækifæri til að lyfta sér lengra upp töfluna. Gengi B-liðsins hefur verið nokkuð síðra en þær hafa þó tækifæri til þess að byggja ofan á góðan útisigur á KR í síðasta leik. A-lið 3. flokks kvenna tekur svo á móti liði Vals/KH kl. 18:00. Þar er um að ræða tvö neðstu liðin í deildinni sem eru bæði að leita að sínum fyrsta sigri, vonandi verða stigin 3 eftir hér á Skaganum.

 

Þriðjudaginn 12. júlí tekur 4. flokkur karla á móti Fram. A-lið kl. 16:00, B-lið kl. 17:30 og C-lið kl. 19:00.  Skagaliðin hafa verið að standa sig vel, fyrir þessa umferð eru A og B liðið á toppi sinna riðla en C liðið í 2. sæti. Það er samt mikill fótbolti eftir í þessu móti svo það er mikilvægt að halda vel á spöðunum.  Kári á einnig heimaleik þennan dag kl. 20:00 gegn Víði, en þetta eru liðin í 2. og 4. sæti 3. deildar sem stendur.

 

Miðvikudaginn 13. júlí tekur 4. flokkur kvenna í 7 manna liðum á móti Sindra, Leikni Reykjavík og Þrótti Vogum og verða leikirnir kl. 16:00, 17:30 og 19:00.  Þetta er önnur umferð Íslandsmótsins en ÍA er í 2. sæti eftir þá fyrstu, stigi á eftir Sindra sem situr í toppsætinu.

 

Fimmtudaginn 14. júlí kl. 16:00 og 16:50 taka svo C- og D-lið hjá 5. flokki karla á móti Leikni Reykjavík.

 

Áfram ÍA!

Til baka