Leikir á Skaganum næstu viku

08.09 2016

Á morgun, föstudaginn 9. september, tekur 2. flokkur ÍA/Kára á móti KR. A-liðið á leik kl. 17:30. A-lið ÍA er fyrir leikinn í næstaefsta sæti deildarinnar, markamun á eftir Breiðabliki en KR er í 4. sæti, 4 stigum á eftir.  B-lliðin mætast svo kl. 19:30 en þar er ÍA/Kári í 5. sæti með 18 stig en KR í 2. sæti með tíu stigum meira. Það eru þó enn tækifæri fyrir Skagastráka til að færa sig upp töfluna.

 

Á mánudaginn, 12. september, kl. 17:00 tekur 4. flokkur karla B-lið á móti FH í fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni.  Meðfylgjandi mynd er úr leik ÍA og Aftureldingar sem áttust við í úrslitakeppni A-liða í 4. flokki um síðustu helgi.

 

Áfram ÍA!

Til baka