Leikir helgarinnar

08.04 2016

Nú eru meistaraflokkarnir okkar báðir í æfingaferðum erlendis. Strákarnir okkar eru á stífum æfingum í Danmörku en stelpurnar í Svíþjóð þar sem þær leika m.a. æfingaleik núna í dag kl. 17:30 að íslenskum tíma. Andstæðingurinn er Bele Bjarkeby, lið í úthverfi Stokkhólms sem lauk keppni um miðja næstefstu deild á síðasta tímabili.

 

Þrátt fyrir þetta verður líf og fjör í Höllinni eins og aðrar helgar. Í kvöld kl. 20:00 munu Víkingur Ólafsvík og Haukar mætast í Lengjubikar kvenna.

 

Á laugardaginn kl. 13:00 tekur 2. flokkur kvenna við keflinu og tekur á móti HK/Víkingi í Faxaflóamótinu. Í beinu framhaldi af þeim leik tekur 3. flokkur karla við og leikur gegn Aftureldingu á Faxaflóamótinu. Leikur A-liðsins byrjar kl. 15:00 en B-liðsins kl. 16:30.

 

Sunnudaginn 10. apríl kl. 14:00 tekur Kári á móti Ægi í Lengjubikarnum og í beinu framhaldi, eða kl. 16:00, mætast Skallagrímur og Kormákur í sömu keppni.

 

Góða helgi!

Til baka