Leikir helgarinnar, 15.-17. janúar 2016

15.01 2016

Eins og svo oft er nóg um að vera hjá okkar fólki í Akraneshöllinni nú um helgina.

 

Á laugardagsmorguninn kl. 11:00 tekur meistaraflokkur karla á móti FH í öðrum leik sínum í fótbolti.net mótinu. Með sigri kæmust strákarnir okkar upp að hlið KR og þá fengjum við hreinan úrslitaleik í riðlinum milli þessara tveggja liða laugardaginn, 23. janúar næstkomandi.

 

Á laugardaginn kl. 13:00 fá stelpurnar í meistaraflokki kvenna Breiðablik í heimsókn í fyrsta leik sínum í Faxaflóamótinu.

 

5. flokkur karla mun leika gegn Aftureldingu á Faxaflóamótinu um helgina og æfingaleiki gegn KR á sunnudaginn.

 

Síðast en ekki síst er vert að nefna að Kári á æfingaleik í Akraneshöllinni í kvöld, föstudag, kl. 20:00

 

Boltinn er aldeilis ekki stopp hér á Skaganum og við hvetjum sem flesta að kíkja við í Höllinni um helgina.

Til baka