Leikir hjá meistaraflokki karla og kvenna
23.06 2016Á næstu tveimur dögum eru mikilvægir leikir hjá meistaraflokkum karla og kvenna. Í kvöld eru strákarnir að spila við KR á KR-vellinum kl. 19:15 og eru þrjú stig nauðsynleg til að koma liðinu aftur á sigurbraut. Á morgun eru stelpurnar að spila við ÍBV í Vestmannaeyjum kl. 17:15 og eru þrjú stig nauðsynleg þar líka til að ná fyrsta sigrinum í deildinni í sumar.
Við hvetjum Skagamenn til að fjölmenna á þessa útileiki og styðja strákana og stelpurnar okkar til sigurs.