Leikir í Akraneshöll um helgina

26.02 2016

Í kvöld, föstudagskvöldið 26. febrúar, fara fram tveir leikir í Akraneshöllinni. Kári tekur á móti Þrótti, Vogum í Fótbolti.net mótinu kl. 19:00. Í beinu framhaldi, eða kl. 21:00, taka svo stelpurnar í meistaraflokki kvenna hjá ÍA á móti ÍBV í æfingaleik.

 

Á morgun, laugardag, tekur 5. flokkur karla á mógi Breiðabliki í Faxaflóamótinu.

 

Á sunnudaginn fer fram leikur FH og Þórs í Lengjubikarnum kl. 14:00 en kl. 16:00 mun 5. flokkur kvenna hjá ÍA fá HK stelpur í heimsókn í Faxaflóamótinu.

Til baka