Leikir í Akraneshöll um helgina

25.11 2016

Tveir leikir í Faxaflóamótinu fara fram í Akraneshöllinni nú um helgina.

 

Á laugardag kl. 13:00 tekur 2. flokkur kvenna á móti Fjölni.  Þetta er annar leikur stelpnanna í mótinu en þær unnu góðan sigur á Þrótti, Reykjavík í fyrsta leik á meðan Fjölnisstúlkur töpuðu fyrir sameinuðu liði Stjörnunnar/Skínanda.

 

Á sunnudaginn kl. 15:00 tekur svo A-lið 3. flokks karla á móti Breiðabliki. Okkar strákar hafa leikið einn leik en það var sigurleikur gegn Keflavík í Reykjaneshöllinni, með tveimur mörkum gegn einu. Breiðablik hefur hins vegar leikið tvo leiki og eru ósigraðir. 

 

Þetta verður þó ekki eini fótboltinn í Höllinni um helgina, en 5.flokkur karla fær Val í heimsókn og leika æfingaleiki á laugardag frá 15:00-18:00

 

Einnig verður æfingaleikur hjá Kára, þegar þeir fá Vængi Júpiters í heimsókn, á sunnudaginn kl. 13:00

Til baka