Leikir í Akraneshöll um helgina… nei, þetta er ekki aprílgabb!

01.04 2016

Fjörið byrjar í kvöld kl. 20:00  þegar Víkingur Ólafsvík tekur á móti Fjarðabyggð í Lengjubikar karla.

 

Stelpurnar okkar í mfl. kvenna hefja svo leik á laugardagsmorguninn kl. 11:00 þegar þær taka á móti Aftureldingu í Lengjubikarnum. Leikir liðanna hafa hingað til getað sveiflast í hvora áttina sem er, en liðin hafa mæst 8 sinnum á síðustu tíu árum. Skagakonur hafa unnið 4 leiki en Afturelding 3. Hvernig sem þetta fer ættu örugglega að vera skoruð mörk, en í þessum 8 leikjum voru skoruð 34 mörk samtals.

 

Kl. 13:00 tekur svo 5.fl.kvk á móti HK í Faxaflóamótinu, en síðasti leikur dagsins er viðureign Snæfells og KB í Lengjubikar karla.

 

Sunnudagurinn er líka þéttskiptaður en kl. 11:00 tekur 5. fl. kvk. á móti Haukum í Faxaflóamótinu. Í beinu framhaldi, eða kl. 13:00 tekur svo 2. fl. karla á móti FH, einnig í Faxaflóamótinu en eftir þann leik mætast ÍBV og Þór/KA í Lengjubikar kvenna.

 

Góða helgi, og ÁFRAM ÍA!

Til baka