Leikir næstu vikuna

12.08 2016

Það er óhætt að segja að fréttir af heimaleikjum allra liðanna okkar hafi orðið sumarleyfum að bráð, en nú reynum við að halda áfram þar sem frá var horfið. 

 

Á morgun, laugardaginn 13. ágúst, tekur 4. flokkur kvenna, A-lið, á móti Þór. Fyrir leikinn hafa bæði lið leikið 9 leiki og hefur ÍA 3 stiga forskot á Þór. Það er því ljóst að um hörkuleik verður að ræða. Með sigri gætu okkar stelpur lyft sér um eitt sæti í töflunni.

 

Á sunnudaginn mun 3. flokkur karla hjá ÍA/Snæfellsnesi taka á móti Leikni Reykjavík. A-liðið leikur kl. 17:15 en B-liðið kl. 19:00.  Hjá A-liðum er Leiknir í góðri stöðu í 2. sæti riðilsins en okkar strákar munu gera sitt besta til þess að saxa á forskot þeirra. Hjá B-liðunum eru það Skagastrákarnir sem eru í 2. sæti riðilsins og eru klárir í toppslaginn.

 

Mánudaginn 15. ágúst spila C2 og D2 lið 5. flokks karla hérna heima, C2 liðið fær Grindavík í heimsókn kl. 16 en D2-liðið tekur á móti Fram 3 kl. 16:50.  Aðeins tveggja stiga munur er á C2 og Grindavík en munurinn er heldur meiri á milli D2 og Fram 3 en þó er allt mögulegt í boltanum.

 

Á mánudaginn tekur 5. flokkur kvenna einnig á móti Breiðabliki, A og C lið leika kl. 16 og B-lið kl. 16:50. Það er ljóst að um erfiða leiki verður að ræða þar sem Breiðablik er í 3. sæti A liða og efsta sætinu hjá B og C liðum en stelpurnar munu áreiðanlega leggja sig allar fram.

 

Þriðjudaginn 16. ágúst eiga stelpurnar í 4. flokki, A-liði, aftur heimaleik, að þessu sinni gegn FH, sem er neðsta lið deildarinnar. Þær verða svo enn einu sinni á ferðinni fimmtudaginn 18. ágúst, en þá fá þær Stjörnuna í heimsókn. 

 

Áfram ÍA

Til baka