Leikir um helgina

04.11 2016

Núna á sunnudaginn, 6. nóvember, byrjar boltinn að rúlla í Faxaflóamótinu.

 

Hér heima tekur 2. flokkur ÍA/Kára á móti Breiðablik 2. Leikur A-liðanna byrjar kl. 13:00 en B-liðin mætast kl. 15:00.

 

Hinir flokkarnir okkar sem eiga leiki um helgina hefja mótið á útivöllum. A-lið 3. flokks karla mætir Keflavík í Reykjaneshöllinni kl. 14:00. A-lið 3. flokks kvenna leikur gegn HK í Kórnum kl. 15:00. Loks fara A- og B-lið 4.flokks karla í Garðabæinn að keppa við Stjörnuna. A-liðið á leik kl. 14:00 en B-liðið kl. 15:20.

 

Það verður ekki eina lífið í Höllinni um helgina þar sem við tökum á móti Markmannsskóla KSÍ fyrir stúlkur þar sem við fáum rúmlega 40 hressar stelpur í heimsókn. Samsvarandi námskeið fyrir stráka var hjá okkur hér um síðustu helgi.

Til baka