Leikir vikunnar

03.06 2016

Nú er aðeins vika í Norðurálsmótið, sem er stærsti einstaki viðburður ársins hjá Knattspyrnufélagi ÍA. Foreldrar iðkenda eru óðum að ljúka við að skrá sig á vaktir á mótinu og við biðjum fólk um að klára það sem fyrst. Annars höfum við alltaf verkefni fyrir vinnufúsar hendur svo að ef einhverjir vilja bjóða fram aðstoð við mótið, þó ekki væri nema í 3-4 klukkutíma þá er öll aðstoð vel þegin og það má senda tölvupóst á skrifstofa@kfia.is.

 

Í dag kl. 16:00 tekur C2 liðið í 5.flokki karla á móti Aftureldingu og D2 liðið fylgir svo í kjölfarið kl. 16:50.

 

Á morgun kl. 14:00 tekur 2. flokkur kvenna hjá ÍA á móti Stjörnunni/Skínanda í Íslandsmótinu.

 

3. flokkur karla á reyndar heimaleiki líka á morgun, en þar sem við teflum fram sameiginlegu liði með Snæfellsnesi verða þeir leikir leiknir á Ólafsvík að þessu sinni. A-liðið leikur kl. 12:00 en B-liðið kl. 13:45. Andstæðingurinn er Fylkir. Kjörið fyrir þá sem vilja taka sér bíltúr í blíðunni, eða eru á ferðinni um Snæfellsnesið.

 

Þriðjudaginn 7. júní tekur 5. flokkur kvenna á mót Fylki, A og C lið leika kl. 16:00 en B lið kl. 16:50. Á samta tíma tekur 5. flokkur karla á móti Fram, A- og C-lið einnig kl. 16:00 og B- og D-lið kl. 16:50.

Til baka