Leikir yngri flokka helgina 11.-12. febrúar

10.02 2017

Okkar lið hefja keppni á morgun, laugardag, kl. 13:00 þegar A-lið 2.flokks karla í ÍA/Kára heimsækir Hauka á Ásvelli. Fyrir leikinn eru Skagastrákarnir með 8 stig eftir 5 leiki en Haukar með 9 stig eftir 6 leiki. B-liðin mætast svo í beinu framhaldi kl. 14:45. Þar sitja Haukar á toppnum með 13 stig eftir 6 leiki en ÍA/Kári í 4. sæti með 9 stig, en eiga tvo leiki til góða. 

 

Fyrsti og eini leikur dagsins hér heima í Höllinni fer fram kl. 15:00 þegar A-lið 3.flokks karla tekur á móti Keflavík. Fyrir leikinn er ÍA með 6 stig eftir 6 leiki en Keflavík með 4 eftir jafnmarga leiki.

 

5. flokkur kvenna fer í heimsókn til FH í Hafnarfjörðinn. A-liðin leika kl. 16:00, en B-iðin kl. 16:50. Um er að ræða fyrstu leiki liðanna í Faxaflóamótinu. 

 

Á sunnudaginn á B2 liðið í 4.flokki karla fyrsta leik hér í Höllinni, kl. 13:00 gegn Breiðablik 3. Okkar strákar sitja fyrir leikinn í neðsta sætinu og eru enn að leita að sínum fyrstu stigum. Það styttist þó örugglega í þau þar sem liðið tapaði naumlega fyrir toppliðinu um síðustu helgi. A-liðið tekur á móti Haukum kl. 14:20 en fyrir þann leik hefur ÍA 9 stig en Haukar 6. B-lið ÍA og Hauka enda svo daginn í Höllinni kl. 15.40. Þar hafa Skagastrákar einnig forskot, hafa náð í 7 stig en Haukar 6.

 

3. flokkur kvenna heimsækir Stjörnuna, kl. 14:30, en sá leikur mun fara fram í Kórnum. Skagastelpur eru fyrir leikinn í 3. sæti með 4 stig eftir 2 leiki en Stjarnan með 3 stig eftir jafnmarga leiki.

 

B-lið 4.flokks kvenna í ÍA/Skallagrími fer og heimsækir FH 2 á Ásvelli kl. 15:00. Skagastúlkur hafa eins stigs forskot á Hafnfirðingana fyrir leikinn. 

 

Áfram ÍA

Til baka