Leikir yngri flokka um helgina

13.01 2017

Það eru fimm leikir á dagskrá um helgina hjá yngri flokkunum okkar, þó aðeins einn þeirra fari fram hérna heima. En á sunnudaginn kl. 16:00 fær 3.flokkur kvenna RKV í heimsókn í Faxaflóamótinu.  Hvort lið hefur lokið einum leik í mótinu, Skagastúlkur eiga að baki jafnteflisleik við HK en RKV stórt tap gegn sama liði.

 

Helgin byrjar þó á morgun, laugardag, kl. 14:00 þegar A-lið ÍA/Skallagríms í 4.flokki kvenna heimsækir Stjörnuna í Garðabæinn.  Bæði lið hafa lokið tveimur leikjum í Faxaflóamótinu, okkar stúlkur hafa 4 stig en Garðbæingar 6. B-liðin eigast svo við í beinu framhaldi, kl. 15:20. Þetta er annar leikur okkar stúlkna í keppninni en þær unnu sigur í fyrsta leik. Stjarnan hefur einnig sigrað báða sína leiki.

 

B-lið 4.flokks karla í C-deild Faxaflóamótsins gerir sér ferð í Kópavoginn á sunnudagsmorguninn kl. 9:45 til að mæta HK. Okkar strákar eru enn að bíða eftir fyrsta sigurleiknum í mótinu, hver veit hvað gerist um helgina?

 

Lokaleikur helgarinnar verður svo kl. 18:00 á sunnudaginn þegar B-lið 3.flokks karla heimsækir FH 2 á Ásvöllum. Skagastrákar hafa lokið einum leik sem tapaðist en FH2 hefur 3 stig eftir 2 leiki.

Til baka