Leikir yngri flokka um helgina

26.01 2017

Skagaliðin verða ekki mörg í eldlínunni um helgina.

 

2. flokkur kvenna heimsækir þó Breiðablik/Augnablik í Fífuna á sunnudaginn kl. 18:00 en um er að ræða fjórða leik liðsins í Faxaflóamótinu. Fyrir leikinn hefur liðið 3 stig eftir 3 leiki.

 

Hér heima tekur 4. flokkur kvenna hjá ÍA/Skallagrími á móti Breiðablik 2. A-liðin hefja leik kl. 13:00. Fyrir leikinn eru Skagastúlkur með 4 stig eftir 3 leiki en Breiðablik 6 stig eftir 4. B-liðin mætast svo kl. 14:20. Þar er bæði lið ósigruð, ÍA/Skallagrímur hefur 6 stig eftir 2 leiki en Breiðablik 2 9 stig eftir 3 leiki.

 

Áfram ÍA

Til baka