Leikir yngri flokka helgina 3.-5. febrúar

03.02 2017

Á morgun, laugardaginn 4. febrúar, tekur A-lið 3. flokks karla á móti Aftureldingu í Faxaflóamótinu hér í Akraneshöllinni. Okkar strákum hefur ekki gengið alveg nógu vel að ná fram úrslitum, hafa sigrað einn leik og tapað fjórum. Þeir hafa hins vegar náð að skora í öllum leikjum nema einum og það styttist í næsta sigurleik.

 

Strax eftir leikinn, eða kl. 15:00, tekur A-lið 4. flokks karla á móti Stjörnunni í sama móti, einnig í Höllinni. Liðin eru bæði um miðja deild en Stjörnunni hefur gengið heldur betur að skora. B-liðin mætast svo kl. 16:20. Þar er Stjarnan á toppnum en okkar strákar í 4. sæti, en hafa þó leikið einum leik minna. B2 liðið leikur svo strax á eftir, kl. 17:40 en þeir mæta Snæfellsnesi. Þar má reikna með erfiðum leik en Snæfellsnes er enn ósigrað á meðan Skagastrákarnir eru enn að leita að sínum fyrstu stigum.

 

Á sunnudaginn kl. 12:00 fara C2 og D2 lið 5. flokks karla í Kópavoginn og mæta Breiðablik 2. Þetta eru fyrstu leikir liðanna og þeir verða leiknir á sama tíma.

 

Kl. 13:00 spilar B-lið 3.fl.kk við Stjörnuna í Garðabæ. Bæði lið erum með 3 stig fyrir leikinn en Skagamenn hafa þó leikið einum leik minna.

 

4. flokkur kvenna  hjá ÍA/Skallagrími taka á móti Breiðabliki á sunnudaginn. A-liðin eigast við kl. 17:00. Breiðablik eru fyrir leikinn með fullt hús stiga, en Skagastúlkur með 4 stig eftir 4 leiki. B-liðin mætast svo kl. 18:20, en þar eru Skagastúlkur ofar í 2. sæti deildarinnar með 7 stig eftir 3 leiki en Breiðablik sæti neðar með 6 stig.

 

Góða helgi og áfram ÍA

Til baka