Leikjadagatal allra flokka ÍA

30.04 2015

Nú styttist óðum í að boltinn fari að rúlla hjá öllum flokkum.  Meistaraflokkur karla hefur leik n.k. sunnudag þegar Íslandsmeistarar Stjörnunnar koma í heimsókn. 

 

Leikjaplan KSÍ liggur fyrir og ef veðurguðirnir verða okkur hliðhollir breytist það ekki mikið úr þessu.  Til að auðvelda stuðningsmönnum, foreldrum, leikmönnum og þeim sem vilja yfirhöfuð fylgjast með leikjum hjá ÍA þá hefur Brandur Sigurjónsson útbúið þjónustu sem setur inn í dagatal leiki hjá ÍA.

 

Hægt er að velja hvaða flokk sem er á mjög einfaldan hátt.  Auðvelt er að setja alla leiki sem skráðir eru hjá KSÍ inn í hvaða snjalltæki sem er og dagatöl eins og í Outlook.

 

Frekari upplýsingar má finna í meðfylgjandi skjali

 

Við hvetjum þig til að nýta þér þessa frábæru þjónustu svo enginn leikur fari fram hjá þér í sumar! 

 

Skjalið er einnig hér https://sagan.kfia.is/assets/LeikjadagatalIA2015.pdf

Til baka