Leikmenn ÍA og landsliðsverkefni

18.02 2015

Um næstu helgi mun U19 landslið kvenna leika tvo vináttulandsleiki gegn Færeyjum, en leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðla EM sem fara munu fram í Frakklandi í byrjun apríl.

 

Fyrri leikurinn fer fram í Reykjaneshöllinni föstudaginn 20. febrúar kl. 16:00. Þrjár Skagastúlkur, þær Aldís Ylfa Heimisdóttir, Aníta Sól Ágústsdóttir og Bryndís Rún Þórólfsdóttir hafa verið valdar í liðið fyrir þennan leik.

 

Seinni leikurinn fer fram í Akraneshöllinni  sunnudaginn 22. febrúar kl. 19:00. Tvær Skagastúlkur, Aníta Sól Ágústsdóttir og Bryndís Rún Þórólfsdóttir hafa verið valdar í liðið fyrir þennan leik. Við hvetjum alla Skagamenn til að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á stúlkunum. Þetta er frábært tækifæri til að sjá framtíð íslenskrar kvennaknattspyrnu í verki og það kostar ekki krónu inn.

 

Sandra Ósk Alfreðsdóttir hefur einnig verið valin til þess að taka þátt í æfingu hjá U17 landsliði kvenna í Egilshöll á sunnudaginn.

 

Við óskum stúlkunum til hamingju með árangurinn og vonum að þær nýti þetta góða tækifæri til að festa sig í sessi í liðinu.

 

Til baka