Lengjubikarinn hefst um næstu helgi

09.02 2015

Keppni í Lengjubikarnum hefst um næstu helgi.  Skagamenn mæta Haukum í fyrsta leik í Akraneshöllinni  n.k. laugardag. 

Skagamenn eru í riðli með Fjarðarbyggð, Grindavík, Haukum,  Keflvíkingum, Stjörnunni, Val og Þór frá Akureyri.

Eins og áður sagði er fyrsti leikur Skagamanna gegn Haukum í Akraneshöllin n.k. laugardag, 14 febrúar  kl 11:15

Skagamenn mæta síðan íslandsmeisturum  Stjörnunnar úr Garðabæ í Akraneshöllinni, laugardaginn  21 febrúar.

Fimmtudaginn 26.febrúar mæta Skagamenn Þór frá Akureyri nyrðra.  Laugardaginn 7.mars koma Grindvíkingar í heimsókn í Akraneshöllina.

Fimmtudaginn 12 mars mæta Skagamenn Val í Egilshöllinni.  Laugardaginn 21.mars mæta Skagamenn Keflvíkingum í  Akraneshöllinni.  Síðasti leikurinn í riðlakeppninni er síðan laugardaginn 13.mars gegn liði Fjarðarbyggðar og fer leikurinn fram í Akraneshöllinni.

Til baka