Lengjubikarinn í Akraneshöllinni og fleiri leikir
12.02 2016Núna um helgina munu fara fram þrír leikir í Lengjubikarnum hér í Akraneshölllinni. Í fyrsta leiknum, kl. 15:00 laugardaginn 13. febrúar, munu eigast við Víkingur, Ólafsvík og Selfoss. En í beinu framhaldi, kl. 17:00 tekur Kári á móti Reyni Sandgerði.
Það er svo 6. flokkur karla sem opnar sunnudaginn, en þeir frá Selfoss í heimsókn og munu liðin takast á í nokkrum leikjum. Allt í góðum gír samt og foreldrar strákanna ætla að hafa sjoppuna opna og bjóða ýmislegt góðgæti til sölu.
Klukkan 16:00 á sunnudaginn mun meistaraflokkur karla hjá ÍA taka á móti Grindavík í Lengjubikarnum. Við hvetjum alla til þess að kíkja á leikinn. Í fyrra þegar liðin mættust í þessari keppni var boðið upp á mikinn markaleik, sem ÍA endaði á að vinna 3-2.