Óli Valur var valinn maður leiksins gegn FH

03.08 2016

Eins og venja er til var valinn Skagamaður leiksins gegn FH og að þessu sinni var það Ólafur Valur Valdimarsson sem varð fyrir valinu og hlaut að launum fallegt málverk eftir Jóhönnu (Hönnu) Jónsdóttur.

 

Jóhanna L. Jónsdóttir er fædd á Akranesi 1951. Hún nam flísamálun hjá Tessera Designs í London á árunum 1986-1995 og starfaði við að mynskreyta flísar til margra ára. Hún var við nám við myndlistarskóla Mosfellsbæjar árið 2010. Jóhanna hefur haldið nokkrar einkasýningar og hún vinnur að list sinni í frístundum.

 

Á meðfylgjandi mynd er það dóttir Jóhönnu, Ingibjörg Valdimarsdóttir, sem afhendir Óla Val myndina.

Til baka