Lokahóf yngri flokka 2016

26.09 2016

Lokahóf yngri flokka Knattspyrnufélags ÍA var haldið í gær, sunnudaginn 25. september í Akraneshöllinni. Lokahófið var með nokkuð breyttu sniði miðað við síðustu ár þar sem ákveðið var að þessu sinni að tengja það við síðasta heimaleik meistaraflokks karla.

 

Dagskráin hófst á því að tónlistarmaðurinn Hlynur Ben kom og spilaði nokkur lög á gítar við góðar undirtektir. Þá var þjálfurum og aðstoðarþjálfurum þakkað fyrir sitt framlag og fengu þeir gula rós og bíómiða í boði Bíóhallarinnar. Í framhaldi af því fór fram verðlaunaafhending fyrir síðastliðið ár undir stjórn Haraldar Ingólfssonar, framkvæmdastjóra félagsins en hann naut dyggrar aðstoðar frá meistaraflokksleikmönnunum Jóni Vilhelm Ákasyni og Bryndísi Rún Þórólfsdóttur.

 

Að lokinni verðlaunaafhendingu var boðið upp á grillaðar pylsur og svala áður en dagskránni í Höllinni lauk og iðkendur voru hvattir til þess að færa sig yfir í stúkuna og styðja félagið sitt til sigurs í Pepsideildinni.

 

Eftirfarandi aðilar fengu viðurkenningu á lokahófinu:

 

3. fl. kvk

Besti leikmaður: Fríða Halldórsdóttir

Efnilegasti leikmaður: Ásta María Búadóttir

Mestu framfarir: Arna Berg Steinarsdóttir

 

3. fl. kk

Besti leikmaður: Þór Llorens Þórðarson

Efnilegasti leikmaður: Marteinn Theodórsson

Mestu framfarir: Oskar Wasilewski

 

4. fl. kvk

Besti leikmaður: Dagný Halldórsdóttir

Efnilegasti leikmaður: Védís Agla Reynisdóttir

Mestu framfarir: Ásdís Ýr Þorgrímsdóttir

 

4. fl. kk

Besti leikmaður: Ísak Bergmann Jóhannesson

Efnilegasti leikmaður: Hákon Arnar Haraldsson

Mestu framfarir: Nikulás Ísar Bjarkason

 

5. fl. kvk

Leikmaður ársins: Dagbjört Líf Guðmundsdóttir

Leikmaður ársins: Brynhildur Helga Viktorsdóttir

Leikmaður ársins: Ylfa Laxdal Unnarsdóttir

 

5. fl. kk

Leikmaður ársins: Ingi Þór Sigurðsson

Leikmaður ársins: Róbert Leó Gíslason

Leikmaður ársins: Kristófer Áki Hlinason

 

6. og 7. fl. kvk og kk - Í þessum flokkum eru ekki veittar einstaklingsviðurkenningar en allir iðkendur fá viðurkenningarskjal með sér heim fyrir sína ástundun við æfingar og keppni.

 

Stínubikar (sjá nánar hér): Fríða Halldórsdóttir

Donnabikar (sjá nánar hér): Þór Llorens Þórðarson

 

Viðurkenning  var veitt  til dómara ársins í yngri flokkum í fyrsta skipti. Engin keppni fer fram án dómara og það er gríðarlegur fjöldi leikja sem fara fram yfir árið, en þess má geta að skv. vef KSÍ hefur ÍA tekið þátt í 479 leikjum það sem af er árinu, í öllum flokkum. Að þessu sinni hlaut Steinar Berg Sævarsson þennan bikar.

 

Meðfylgjandi mynd er af handhöfum Stínubikars og Donnabikars, en fleiri myndir frá hófinu má finn á Facebooksíðu félagsins.

Til baka