Lokahóf yngri flokka ÍA fór fram í dag

23.09 2014

Glæsilegt lokahóf yngri flokka fór fram í Akraneshöllinni í dag.  Byrjað var á knattþrautum, skotum á mark o.fl í umsjá leikmanna meistaraflokks karla og kvenna.  Einnig mætti lögreglan á staðinn og mældi skothörku krakkanna með lazertæki sínu, eitthvað sem féll í góðan jarðveg hjá krökkunum.  Eftir boltaþrautir steig Samúel Þorsteinsson (Sammi) tónlistarkennari á svið og tók nokkur vel valin lög á gítarinn með góðum undirtektum krakkanna.  6. og 7. flokkur fengu viðurkenningarskjal fyrir að hafa æft af kappi árið 2014 og síðan var komið að viðurkenningum í 5., 4. og 3. flokki, ásamt því að efnilegasti leikmaður yngri flokka var útnefndur og fékk Donnabikarinn til varðveislu í 1 ár.  Að lokum fengu allir iðkendur grillaðar pylsur og Svala og svo gaf Íslandsbanki öllum iðkendum ÍA-merktan bakpoka.  Við þökkum Íslandsbanka kærlega fyrir gjöfina.

Eftirtaldir aðilar fengu viðurkenningu á lokahófinu:

3.fl.kvk
Besti leikmaður : Eva María Jónsdóttir
Efnilegasti leikmaður: Sandra Ósk Alfreðsdóttir
Mestu framfarir: Karítas Eva Svavarsdóttir

3.fl.kk
Besti leikmaður : Stefán Teitur Þórðarson
Efnilegasti leikmaður: Arnór Sigurðsson
Mestu framfarir: Auðun Ingi Hrólfsson

4.fl.kvk
Besti leikmaður : Bergdís Fanney Einarsdóttir
Efnilegasti leikmaður: Þórhildur Arna Hilmarsdóttir
Mestu framfarir: Helga Dís Brynjólfsdóttir

4.fl.kk
Besti leikmaður: Ísak Máni Sævarsson
Efnilegasti leikmaður: Marteinn Theodórsson
Mestu framfarir: Mikael Hrafn Helgason

5.fl.kvk
Leikmaður ársins: Anna Þóra Hannesdóttir
Leikmaður ársins: Lilja Björg Ólafsdóttir
Leikmaður ársins: Sigrún Eva Sigurðardóttir

5.fl.kk
Leikmaður ársins: Ísak Bergmann Jóhannesson
Leikmaður ársins: Gunnar Einarsson
Leikmaður ársins: Sigmar Stefnisson

Donnabikarinn:
Guðmundur Sigurbjörnsson

Myndin með fréttinni er einmitt af Guðmundi með Donnabikarinn.  Fleiri skemmtilegar myndir eru komnar á Facebooksíðu félagsins hér: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.776680849040023.1073741907.154313987943382&type=1

Til baka