Lokahóf yngri flokka ÍA í Akraneshöll á morgun kl. 17
22.09 2014Lokahóf yngri flokka ÍA (3.fl og yngri) verður haldið í Akraneshöllinni á morgun, þriðjudaginn 23. september kl. 17.
Byrjað verður með boltaþrautum, skotum á markmenn o.fl með aðstoð meistaraflokks karla og kvenna.
Síðan verður verðlaunaafhending og tónlistaratriði.
Íslandsbanki mun gefa öllum iðkendum sem mæta, smá glaðning !
Að lokum munum við grilla pylsur og gefa Svala að drekka fyrir alla iðkendur.
Hvetjum krakkana til að mæta og gera GULAN og GLAÐAN dag !