Lokahóf yngri flokka verður á miðvikudaginn

21.09 2015

Lokahóf yngri flokka ÍA (3.fl – 7.fl) verður haldið í Akraneshöllinni miðvikudaginn 23. september kl. 17.

Byrjað verður með boltaþrautum, skotum á markmenn o.fl með aðstoð meistaraflokks karla og kvenna.

Síðan verður verðlaunaafhending og tónlistaratriði. 

Að lokum munum við grilla pylsur og gefa Svala að drekka fyrir alla iðkendur sem mæta. Iðkendur sem voru að færast upp úr 8. flokki eru velkomnir að taka þátt í dagskránni en viðurkenningar eru aðeins veittar fyrir iðkendur í 3.-7. flokki á því tímabili sem nú er að ljúka.


Hvetjum krakkana til að mæta og gera GULAN og GLAÐAN dag!

Til baka