Lokaleikurinn hjá stelpunum í Pepsideildinni

26.09 2014

Stelpurnar mæta íslandsmeisturum Stjörnunnar í lokaumferð Pepsideildarinnar á Norðurálsvellinum á morgun, laugardag, kl. 14.  Stelpurnar okkar munu reyna allt til að ná stigi eða stigum gegn Íslandsmeisturunum í síðasta Pepsideildarleik liðsins í bili.

Allir yngri flokkar kvenna eru sérstaklega boðnir velkomnir á leikinn.  Í hálfleik munu stelpurnar í 4.fl kvenna b-lið ganga inná völlinn með Íslandsmeistarabikar sinn sem þær unnu fyrir stuttu síðan.  Einnig mun að venju verða selt kaffi, kleina og happadrættismiði í hálfleik á aðeins 500 kr. og mun heppinn vinningshafi fá fallegan grip frá Dýrfinnu Torfadóttur í verðlaun.

Aðalstyrktaraðili leiksins er Bílar & dekk ehf.

Við hvetjum fólk til að mæta á völlinn og hvetja stelpurnar til sigurs í síðasta leik sínum í sumar.

Áfram ÍA.

Til baka