Lykilmenn framlengja við ÍA

17.10 2014

Skagamenn hafa framlengt samninga sína við fjóra lykilleikmenn en allir voru þeir með samninga sem voru að renna sitt skeið en leikmennirnir sem um ræðir eru eftirfarandi:


Jón Vilhelm Ákason sem er 28 ára gamall framlengir við ÍA til næstu tveggja ára en Jón hefur leikið 151 leik með Skagaliðinu og skorað í þeim 22 mörk.


Eggert Kári Karlsson er 23 ára gamall og framlengir við liðið til næstu tveggja ára. Eggert hefur leikið 75 leiki með meistaraflokk félagsins og skorað í þeim 8 mörk.


Ólafur Valur Valdimarsson er 24 ára gamall framlengir einnig við liðið til næstu tveggja ára en hann hefur leikið 81 leik fyrir félagið og skorað í þeim 9 mörk.


Arnar Már Guðjónsson sem er 27 ára framlengdi samning sinn við félagið út næsta ár en hann á að baki 105 leiki með Skagaliðinu og hefur skorað í þeim 22 mörk.


Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir félagið enda leikmennirnir allir gegnt mikilvægum hlutverkum í Skagaliðinu undanfarin ár. Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA tekur undir það en hann hafði þetta að segja þegar samningarnir voru í höfn: „Ég er mjög ánægður hvað gengur vel að endursemja við okkar samningslausu leikmenn og það var forgangsmál að ganga frá þeim málum eftir tímabilið. Við bindum miklar vonir við alla þessa leikmenn á næsta tímabili.“ sagði Gulli í stuttu samtali við vefsíðu félagsins af þessu tilefni.


Við fylgjumst áfram með tíðindum af leikmannamálum félagsins og munu birta fréttir af þeim hér á heimasíðu félagsins um leið og þær berast.

Til baka